HK lagði Þrótt á heimavelli: Myndir

img_2138.jpgHK vann Þrótt á Neskaupstað í Mikasa-deildinni í blaki kvenna laugardaginn 3. desember.

 

Þróttur er búinn að fá Elmu Eysteinsdóttur til liðs með sér í vetur en hún spilaði sinn fyrsta leik með Þrótti á móti Ými fyrir sunnan.

Hk byrjaði leikinn betur og vann fyrstu hrinuna 25:18. HK var yfir nær allan tímann í annarri hrinu en Þrótta-stelpurnar héngu samt sem áður í þeim allan tímann. Í stöðunni 20:17 tók Þróttur sig loksins á. Heimamenn náðu þa forskotinu og unnu hrinuna 24:26. Spennan í þriðju hrinu var óbærileg og liðin voru nokkuð jöfn þar til í stöðunni 23:21. Þá tókst HK-stelpum að síga fram úr og vinna hrinuna 25:21. HK kláraði svo leikinn með sigri í síðustu hrinunni 25:20.

Fríða Sigurðardóttir var stigahæst HK-stelpna með 16 stig. Elma Eysteinsdóttir var stigahæst Þrótta-stelpna með 19 stig en Helena Kristín Gunnarsdóttir var með 15.

 

img_2140.jpgimg_2150.jpgimg_2203.jpgimg_2185.jpgimg_2187.jpgimg_2205.jpgimg_2207.jpgimg_2221.jpgimg_2228.jpgimg_2229.jpgimg_2231.jpgimg_2240.jpgimg_2267.jpgimg_2272.jpgimg_2293.jpgimg_2294.jpgimg_2295.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar