Hlaupa fyrir Hollvinasamtök Sjúkrahúss Seyðisfjarðar í Reykjavíkurmaraþoninu

stefania_stefansdottir_sfk_sport.jpg

Tvær seyðfirskar íþróttakonur ætla að hlaupa til styrktar Hollvinasamtökum Sjúkrahúss Seyðisfjarðar í Reykjavíkurmaraþoninu sem hlaupið verður á laugardag.

 

Þetta eru þær Stefanía Stefásdóttir, sem valinn var íþróttamaður Seyðisfjarðar í ár og Bára Mjöll Jónsdóttir. Á vef Seyðisfjarðarkaupstaðar kemur fram að þær hafi verið duglegar að æfa.

Ekki veitir af þar sem Stefanía stefnir á að hlaupa heilt maraþon, 42 km. Bára Mjöll ætlar hins vegar 10 kílómetra.
 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar