Höttur byrjar gegn Hrunamönnum

Keppnistímabil Hattar í fyrstu deild karla í körfuknattleik hefst í lok september með heimaleik gegn Hrunamönnum.

Keppnisdagskrá efstu deilda karla og kvenna var kynnt í gær.

Tíu lið leika í fyrstu deildinni í ár og verður leikur Hattar gegn Hrunamönnum sá fyrsti, laugardaginn 25. september.

Leikin verður þreföld umferð þannig að hvert lið spilar 27 leiki í deildinni. Sú breyting verður á að leikið verður milli jóla og nýárs.

Efsta lið deildarinnar fer beint upp í úrvalsdeildina, en Höttur féll úr henni nú í vor. Liðin í 2. – 5. sæti fara í úrslitakeppni um annað laust úrvalsdeildarsæti.

Þá sendir Höttur B-lið til keppni í þriðju deild karla.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.