Höttur/Huginn deildarmeistari

Í dag varð Höttur/Huginn deildarmeistari í 3. deild karla í knattspyrnu með sigri á ÍH í Skessunni í Hafnarfirði. Það er því ljóst að liðið mun leika í 2. deild að ári. Tímabilið hefur verið býsna gott hjá Hetti/Hugin en liðið komst í toppsæti deildarinnar í 2. umferð og hefur ekki látið það af hendi síðan.


Höttur/Huginn komst yfir snemma leiks í dag með marki frá Manu Torres á 13. mínútu. Liðið hélt þeirri forystu allt til leiksloka og fór leikurinn 0:1. Spennustigið var hátt í leiknum og undir leikslok þurfti dómari leiksins að sýna aðstoðarþjálfara ÍH rauða spjaldið.

„Þvílíkt sumar hjá strákunum, fullt af ungum strákum stigu upp, erlendu leikmennirnir smell pössuðu í liðið, eldri leikmenn spiluðu vel og Brynjar hefur staðið sig ótrúlega á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari [...] Til hamingju öll sem hafa staðið á bakvið liðið í sumar, leikmenn, þjálfarar, styrktaraðilar og stuðningsfólk“ var ritað á facebook-síðu liðsins eftir leikinn í dag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar