Höttur/Huginn og Leiknir F. semja við Spánverja

Meistaraflokkslið Hattar/Hugins í knattspyrnu karla gekk í dag frá félagsskiptum við tvo spænska leikmenn sem leika munu með liðinu út tímabilið.

Leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Nacho Poveda, 32 ára, og Manu Torres, 28 ára, og eru báðir sóknarsinnaðir. Nacho Poveda þekkir ágætlega til Austurlands en hann lék með Leikni Fáskrúðsfirði árið 2016 í 1. deildinni þar sem hann skoraði þrjú mörk í 21 leik.

Þá gekk einnig Spánverji til liðs við Leikni Fáskrúðsfjörð í dag en sá heitir Aitor Abella og er 21 árs gamall sóknarsinnaður miðjumaður. Aitor Abella er orðinn löglegur með Leikni F. og gæti því leikið með liðinu í kvöld þegar Leiknir tekur á móti KV í Fjarðabyggðarhöllinni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.