Hollenskur landsliðsmaður til Hattar
Hollenski körfuknattleiksmaðurinn Bryan Alberts hefur samið við Hött um að leika með liðiu í úrvalsdeildinni út leiktíðina.Þetta var staðfest í gær. Alberts verður þótt ekki gjaldgengur í leikinn gegn Haukum annað kvöld. Hann kemur ekki til landsins fyrr en á mánudag og þarf þá að fara í sóttkví áður en hann getur hafi æfingar með Hetti.
Eftir leikinn gegn Haukum verður gert hlé á deildinni vegna landsleika. Alberts spilar því ekki með Hetti fyrr en gegn Keflavík þann 28. febrúar.
Bryan er bandarískur en með hollenskt ríkisfang og á að baki leiki með hollenska landsliðinu. Hann spilaði háskólabolta í Bandaríkjunum en lék síðast með Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni. Hann skilaði þar 11,2 stigum, 3 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik í stöðu skotbakvarðar.