Höttur endurnýjar samning sinn við Jako

Áframhaldandi samstarf verður milli íþróttafélagsins Hattar á Egilsstöðum og íþróttafataframleiðandans Jako, en nýr samningur gildir út árið 2020.


Íþróttafélagið Höttur hefur síðastliðin sjö ár verið í fatnaði frá Jako og mun nýji samningurinn ná til yngri flokka Hattar og einnig meistaraflokka knattspyrnudeildar. Allar deildir eru innan þessa samnings að undanskilinni körfuboltadeild.

„Þetta skiptir okkur miklu máli, við erum með góða samninga og samstarfið hefur alltaf verið mjög gott. Samhliða nýjum samningi var nýr yfirgalli félagsins kynntur og er sala á honum hafin. Við stefnum einnig á að taka nýja keppnisbúninga í notkun síðar á árinu,“ segir Davíð Þór Sigurðsson, formaður Hattar.

Fyrir hönd Hattar voru það þeir Davíð Þór og Guðmundur Bj. Hafþórsson, formaður rekstrafélags Hattar sem undirrituðu samninginn við Jóhann Guðjónsson sem fer með umboð Jako á Íslandi.

Jako mun áfram selja allan fatnað sinn í gegnum fataverslunina River á Egilsstöðum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.