Höttur styrkir sig fyrir úrvalsdeildina

Körfuknattleikslið Hattar hefur samið við tvo unga leikmenn um að spila með liðinu í úrvalsdeild karla næsta vetur. Nýr Bandaríkjamaður verður í herbúðum liðsins.


Höttur samdi í síðustu viku við Bergþór Ægi Ríkharðsson um að spila með liðinu. Bergþór kemur frá Fjölni sem spilaði í fyrstu deildinni á síðasta tímabili, líkt og Höttur.

Hann spilaði rúmar 22 mínútur í leik, skoraði 7 stig og tók 4 fráköst að meðaltali.

Fyrr í sumar var samið við Adam Eið Ásgeirsson. Hann spilaði með Njarðvík í úrvalsdeildinni síðasta sumar og hefur verið í U-18 ára liði Íslands.

Í tilkynningu frá Hetti segir að búið sé að semja við alla þá leikmenn sem spiluðu með liðinu í fyrra utan Bandaríkjamannsins Aaron Moss sem rær á önnur mið. Moss átti frábært tímabil með Hetti síðasta vetur. Von er á tilkynnt verði um nýjan Bandaríkjamann á næstu dögum.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.