Höttur styrkir sig fyrir úrvalsdeildina
Körfuknattleikslið Hattar hefur samið við tvo unga leikmenn um að spila með liðinu í úrvalsdeild karla næsta vetur. Nýr Bandaríkjamaður verður í herbúðum liðsins.
Höttur samdi í síðustu viku við Bergþór Ægi Ríkharðsson um að spila með liðinu. Bergþór kemur frá Fjölni sem spilaði í fyrstu deildinni á síðasta tímabili, líkt og Höttur.
Hann spilaði rúmar 22 mínútur í leik, skoraði 7 stig og tók 4 fráköst að meðaltali.
Fyrr í sumar var samið við Adam Eið Ásgeirsson. Hann spilaði með Njarðvík í úrvalsdeildinni síðasta sumar og hefur verið í U-18 ára liði Íslands.
Í tilkynningu frá Hetti segir að búið sé að semja við alla þá leikmenn sem spiluðu með liðinu í fyrra utan Bandaríkjamannsins Aaron Moss sem rær á önnur mið. Moss átti frábært tímabil með Hetti síðasta vetur. Von er á tilkynnt verði um nýjan Bandaríkjamann á næstu dögum.