Höttur og Leiknir úr leik í bikarnum

kff_throtturr.jpgHöttur og Leiknir Fáskrúðsfirði eru úr leik í bikarkeppni karla. Bæði liðin töpuðu 5-0 fyrir úrvalsdeildarliðum í sextán liða úrslitum í gær. Fjöldi leikja verður á Austurlandi um helgina.

 

 

Leiknir heimsótti Þór á Akureyri. Þórsarar voru 2-0 yfir í hálfleik og bættu við þremur mörkum í seinni hálfleik.

Hattarmenn tóku á móti Keflvíkingum á Fellavelli. Keflvíkingar komust yfir með marki fyrirliðans Haraldar Freys Guðmundssonar á 42. mínútu. Í byrjun seinni hálfleiks fékk Friðrik Ingi Þráinsson beint rautt spjald fyrir harkalega tæklingu. Manni fleiri bættu Keflvíkingar við fjórum mörkum.

Fyrsta umferð þriðju deildar karla fór fram um seinustu helgi. Leiknir tapaði 0-3 fyrir Sindra í Fjarðabyggðahöllinni á föstudag og Einherji vann Huginn 2-1 á Vopnafirði á miðvikudagskvöld.

Í annarri deild karla tekur Fjarðabyggð á móti ÍH á Eskifjarðarvelli klukkan á morgun og en Höttur heimsækir Njarðvík á sunnudag.

Í þriðju deild karla tekur Huginn á móti Magna á hádegi á sunnudag og klukkan tvö hefst leikur Einherja og Leiknis á Vopnafirði.

Austfjarðaliðin hefja keppni í 1. deild kvenna um helgina þegar HK/Víkingur kemur í heimsókn austur. Ferðin byrjar á Fellavelli klukkan 14:00 á morgun en seinni leikurinn verður á Eskifjarðarvelli sólarhring síðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar