Höttur vann Fjarðabyggð/Leikni: Myndir

Kvennalið Hattar sigraði Fjarðarbyggð/Leikni á heimavelli sínum Vilhjálmsvelli í fyrstu deild kvenna í gærkvöld. Leikurinn fór 2-1 og með sigrinum styrkti lið Hattar stöðu sína í deildinni.

Leikurinn byrjaði rólega, og ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik. Ekki var liðin nema rúm  hálf mínúta af seinni hálfleik þegar Arna Óttarsdóttir leikmaður Hattar skoraði fyrsta mark leiksins með því að lyfta boltanum yfir markvörðinn.

Fjarðarbyggð/Leiknir komust inní leikinn á 62. mínútu þegar Klara Ívarsdóttir kom boltanum í netið, eftir að Tara MacDonald markvörður Hattar missti frá sér aukaspyrnu.

 Höttur tryggði sér svo sigur á 68. mínútu, með marki Bryndísar Þóru Þórarinsdóttir úr aukaspyrnu með viðkomu í vegginn.

 Lokastaðan 2-1, og Höttur í 2. sæti deildarinnar eftir sigurinn, meðan Fjarðarbyggð/Leiknir hvílir í neðsta sæti.

Meðfylgjandi myndaalbúm:

Höttur - Fjarðarbyggð/Leiknir

Höttur - Fjarðarbyggð/Leiknir

 

Höttur - Fjarðarbyggð/Leiknir

 

Höttur - Fjarðarbyggð/Leiknir Höttur - Fjarðarbyggð/Leiknir

 

Höttur - Fjarðarbyggð/Leiknir

 

Höttur - Fjarðarbyggð/Leiknir
 
Höttur - Fjarðarbyggð/LeiknirHöttur - Fjarðarbyggð/Leiknir
 
Höttur - Fjarðarbyggð/Leiknir
 
Höttur - Fjarðarbyggð/Leiknir
 

Höttur - Fjarðarbyggð/Leiknir

 

 

Höttur - Fjarðarbyggð/LeiknirHöttur - Fjarðarbyggð/Leiknir

Höttur - Fjarðarbyggð/LeiknirHöttur - Fjarðarbyggð/Leiknir

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar