Höttur vann nágrannaslaginn: Myndasyrpa

kff_hottur_17062011_0068_web.jpgHöttur vann í kvöld Fjarðabyggð á Eskifjarðarvelli 0-1 í toppslag annarrar deildar karla í knattspyrnu. Högni Helgason, sem áður lék með Fjarðabyggð, skoraði markið.

 

Átta ár eru síðan Höttur vann seinast Fjarðabyggð í deildarkeppninni en það gerðist á Egilsstöðum í ágúst 2003. Aðeins einn byrjunarliðsmaður, Sigurjón Egilsson, var enn á sínum stað í kvöld. Að auki voru Haukur Ingvar Sigurbergsson spilaði leikinn þá en var á bekknum í kvöld. Stefán Þór Eysteinsson og Ingi Steinn Freysteinsson í leikmannahópi Fjarðabyggðar þá og spiluðu allan leikinn í kvöld. Enginn leikmaður Hattar í kvöld var á skýrslu þá.

Ári síðar komst Fjarðabyggð upp um deild og Höttur hefur síðustu ár verið skrefinu á eftir þar til í ár þar sem Fjarðabyggð féll úr fyrstu deildinni seinasta haust.

Allt var undir í leiknum í kvöld. Höttur var fyrir leikinn ósigraður í deildinni í efsta sæti en Fjarðabyggð skammt undan þrátt fyrir tvö töp. Þess utan var áralangur rígur félaganna og áratuga, ef ekki hundraða, milli Héraðs og Fjarða.  Að auki var leikurinn spilaður að kvöldi þjóðhátíðardags.

Aldrei skildi mikið á milli liðanna en heimamenn voru sterkari í fyrri hálfleik og náði að skapa sér tvö til þrjú mjög góð marktækifæri. Sigurjón Egilsson átti skot rétt framhjá eftir góða sókn og Stefán Þór Eysteinsson komst einu sinni nálægt því að koma boltanum áfram.

Fjarðabyggð stjórnaði leiknum á meðan sóknir gestanna byggðust frekar á löngum sendingum fram. Besta færi Hattar í fyrri hálfleik fékk Anton Ástvaldsson þegar hann skallaði naumlega framhjá eftir hornspyrnu. Upp úr miðjum hálfleik virtust leikar heldur ætla að æsast en gul spjöld Magnúsar Björgvinssonar dómara róuðu leikinn.

Ekki var útlit fyrir miklar breytingar í upphafi seinni hálfleiks en smám saman fóru Hattarmenn að ógna meira. Mestan hættan skapaðist af rispum Sigurðar Donys Sigurðarsonar upp vinstri kantinn. Eftir eina slíka kom markið, Sigurður komst upp í hornið, fékk svæði til að senda fyrir á kollinn á Högna Helgasyni, sem var nýlega kominn inn á sem varamaður.

Fjarðabyggð sótti stíft eftir markið en sterk Hattarvörnin stóðst öll áhlaup. Kannski var viðeigandi þetta kvöld að Högni skyldi skora sigurmarkið en hann var lykilmaður í liði Fjarðabyggðar sem sumarið 2009 gerði harða atlögu að úrvalsdeildarsæti.

Höttur er í efsta sæti deildarinnar með 16 stig eftir sex leiki en Fjarðabyggð í því þriðja með 12 stig eftir sjö leiki. Höttur tekur á móti Aftureldingu á þriðjudag klukkan 17:00 í leik sem var frestað fyrr í vor.

kff_hottur_17062011_0001_web.jpg kff_hottur_17062011_0002_web.jpg kff_hottur_17062011_0006_web.jpgkff_hottur_17062011_0036_web.jpgkff_hottur_17062011_0008_web.jpgkff_hottur_17062011_0045_web.jpgkff_hottur_17062011_0070_web.jpgkff_hottur_17062011_0042_web.jpgkff_hottur_17062011_0024_web.jpgkff_hottur_17062011_0035_web.jpgkff_hottur_17062011_0046_web.jpgkff_hottur_17062011_0037_web.jpgkff_hottur_17062011_0021_web.jpgkff_hottur_17062011_0016_web.jpgkff_hottur_17062011_0118_web.jpgkff_hottur_17062011_0082_web.jpgkff_hottur_17062011_0110_web.jpgkff_hottur_17062011_0111_web.jpgkff_hottur_17062011_0061_web.jpgkff_hottur_17062011_0051_web.jpg

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar