Höttur vann Skallagrím en tapaði fyrir Ármanni

Höttur vann Skallagrím en tapaði fyrir Ármanni í suðurferð sinni í 1. deild karla í körfuknattleik um seinustu helgi. Liðið virðist nær öruggt með að halda stöðu sinni í deildinni.

 

karfa_armann_hottur_0013_web.jpgLeikurinn í Borgarnesi á föstudagskvöld var afar jafn og spennandi. Skallagrímsmenn voru yfir eftir fyrsta fjórðung, 25-20 en kafnt var í hálfleik, 48-48. Hattarmenn voru með undirtökin í þriðja leikhluta en Borgnesingar jöfnuðu áður en hann var úti í 70-70. Hattarmenn sigu þó fram úr í lokin og unnu 91-103.

Davíð Ragnarsson raðaði niður þriggja stiga körfunum, en hann hittu úr 7 af tólf þriggja stiga skotum og varð stigahæstur í liði Hattar með 29 stig, Akeem Clark skoraði 22 stig og Milosz Krajewski skoraði 18. Ágúst Dearborn skoraði tólf stig og sendi 9 stoðsendingar.

Pólski miðherjinn var ekki með í seinni leiknum gegn Ármanni á sunnudag og munaði nokkuð um það. Hattarmenn leiddu í hálfleik 33-44 en Ármenningar snéru leiknum við með kraftmiklum þriðja fjórðungi sem þeir unnu 21-10. Akeem Clark náði að jafna fyrir Hött með flautukörfu í 54-54. Hattarmenn gerðu sig líklega til að svara fyrir sig og voru um tíma með ágætis stöðu í fjórða leikhluta.

Þegar skammt var eftir af leiknum var eftir vildu Hattarmenn fá dæmdan ruðning á Ármenninga. Dómararnir urðu ekki við því, dæmdu körfuna gilda og Ármenningar minnkuðu muninn í 69-70. Hattarmenn nýttu ekki næstu sókn og með þriggja stiga körfu komust Ármenningar í 72-70 fimm sekúndum fyrir leikslok. Þeir brutu strax á Ágústi Dearborn sem skoraði úr fyrra vítin. Það seinna geigaði og þótt Hattarmenn héldu boltanum komu þeir honum ekki ofan í.

Björn Einarsson, þjálfari Hattar, vildi ekki tjá sig um frammistöðu Hattarliðsins þegar eftir því var leitað en sagði aðeins „Dómararnir voru góðir!“

Höttur er með 12 stig í 6. sæti deildarinnar, fjórum stigum frá fallsæti þegar tvær umferðar eru eftir en mikið þarf að ganga á til að liðið falli.

Höttur heimsækir ÍA á Akranes á föstudagskvöld.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.