Íbúafundur um Unglingalandsmót
Sveitarfélagið Fljótsdalshérað efnir til íbúafundar um Unglingalandsmót UMFÍ, sem haldið verður á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina, klukkan sex í dag.
Á fundinum kynna fulltrúar Ungmennafélags Íslands, Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands og Fljótsdalshéraðs mótið og sitja fyrir svörum. Búist er við tíu þúsund manns á mótið sem hafa mun töluverð áhrif á líf bæjarbúa og þeirra sem veita þjónustu.
Farið verður yfir framkvæmd mótsins og við hverju er að búast þá daga sem á því stendur.
Fundurinn verður í fundarsalnum Þingmúla í Valaskjálf og hefst klukkan 18:00. Hann var áður auglýstur klukkan 18:00 en var flýtt vegna landsleiks Íslands og Frakklands á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu.