Íbúafundur um Unglingalandsmót

Sveitarfélagið Fljótsdalshérað efnir til íbúafundar um Unglingalandsmót UMFÍ, sem haldið verður á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina, klukkan sex í dag.


Á fundinum kynna fulltrúar Ungmennafélags Íslands, Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands og Fljótsdalshéraðs mótið og sitja fyrir svörum. Búist er við tíu þúsund manns á mótið sem hafa mun töluverð áhrif á líf bæjarbúa og þeirra sem veita þjónustu.

Farið verður yfir framkvæmd mótsins og við hverju er að búast þá daga sem á því stendur.

Fundurinn verður í fundarsalnum Þingmúla í Valaskjálf og hefst klukkan 18:00. Hann var áður auglýstur klukkan 18:00 en var flýtt vegna landsleiks Íslands og Frakklands á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.