Ingeborg fánaberi Íslands í kvöld

Ingeborg Eide Garðarsdóttir frá Fáskrúðsfirði verður annar tveggja fánabera Íslands við setningu Paralympics, eða Ólympíumóts fatlaðra, í París í kvöld.

Upphaflega stóð til að sundfólkið Sonja Sigurðardóttir og Már Gunnarsson yrðu fánaberar Íslands. Sonja fékk hins vegar Covid og hefur verið ákveðið að Ingeborg taki hennar stað.

Um langan og strangan dag er að ræða því íslenski hópurinn fór til athafnarinnar um kl. 14:00 að íslenskum tím en athöfnin og annað sem hennir fylgir tekur alls hátt í níu tíma. Bein útsending frá athöfninni hefst á RÚV 2 klukkan 18:00.

Ingeborg ólst upp á Fáskrúðsfirði fyrstu tvö ár ævi sinnar en foreldrar hennar ákváðu þá að flytja á höfuðborgarsvæðið þannig hún fengi betri þjónustu. Þar æfir hún og keppir undir merkjum Ármanns.

Ingeborg hefur einbeitt sér að íþrótt sinni, kúluvarpi, á þessu ári og tvíbætt Íslandsmetið í sínum flokki. Það stendur núna í 9,83 metrum, sett á móti á Ítalíu í apríl. Hún er eini keppandi Íslands í frjálsíþróttum á leikunum og mætir til leiks klukkan 17:15 að íslenskum tíma á laugardag.

Íslenski hópurinn á Paralympics. Ingeborg er fyrir miðjum. Mynd: Íþróttasamband fatlaðra

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.