Isaac Owusu Afriyie í Fjarðabyggð
Miðju- og sóknarmaðurinn Isaac Owusu Afriyie hefur gengið til liðs við Fjarðabyggð á lánssamning frá Víkingi Reykjavík.
Isaac er 21 árs gamall og uppalinn í Fjölni en hefur undanfarin ár verið samningsbundinn Víkingi. Hann hefur tvívegis áður farið á lán og lék í fyrra með Tindastóli í 3. deild og fyrri hluta móts í ár lék hann með Ægi frá Þorlákshöfn í 3. deildinni.
Fjarðabyggð er í erfiðri stöðu í 2. deild karla og situr á botni deildarinnar með fimm stig og hafa enn ekki unnið leik í ár. Átta stig eru upp í öruggt sæti í deildinni. Gera má ráð fyrir að Isaac verði í leikmannahópi Fjarðabyggðar á morgun þegar Fjarðabyggð mætir Magna á Grenivík.