Ísold Fönn fyrst Íslendinga til að ná tveimur þreföldum stökkum

Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir, listdansari á skautum frá Möðrudal á Fjöllum, varð nýverið fyrst Íslendinga til að stökkva samsetningu með tveimur þreföldum stökkum.

Þetta kemur fram í frétt á vef Skautasambands Íslands. Þar má sjá myndband af æfingtu þar sem hún lendir samsetningunni.

Í fréttinni kemur fram að Ísold Fönn hafi fyrst íslenskra skautara lent bæði þreföldu „Lutzi“ og fyrstu samsetningunni með tveimur þreföldum stökkum, þrefalt „Flippi“ og þreföldu „Toeloop“.

Þá setti hún stigamet í flokki Junior Ladies, í stuttum æfingum með 56,81 stig, frjálsum æfingum með 94,38 og samanlagt með 151,19 stig.

Árangrinum náði hún á mótum í Champéry í Sviss þar sem hún hefur búið og æft síðasta árið. Þjálfari hennar er Stéphane Lambiel sem sjálfur er tvöfaldur heimsmeistari og silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikum.

Mynd: Skautasamband Íslands

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar