Jóna Guðlaug og María Rún í gullhópnum

María Rún Karlsdóttir og Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir voru í íslenska landsliðshópnum sem fór með sigur af hólmi á Evrópumóti smáþjóða í blaki. Jóna Guðlaug átti sérlega góða daga á mótinu.


Þegar uppi var staðið var Jóna Guðlaug valin mikilvægasti leikmaður mótsins auk þess að komast í draumalið þess.

Íslenska liðið byrjað á tapi gegn Skotum enn vann síðan Færeyjar, Lúxemborg og loks Kýpur nokkuð örugglega. Fyrir mótið var stefnan hjá íslenska liðinu sett á verðlaunasæti.

María Rún átti frábæran leik gegn Færeyjum og var besti maður vallarins samkvæmt tölfræði leiksins en Jóna Guðlaug skoraði flest stig með smössum.

Jóna var síðan stigahæst á vellinum gegn Lúxemborg og stigahæst íslenska liðsins gegn Kýpur.

Jóna Guðlaug er alin upp í Þrótti Neskaupstað en spilar nú með Örebro Volley í Svíþjóð. María Rún hefur verið lykilmaður í liði Þróttar síðustu tímabil.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar