„Karate er ávanabindandi lífsstíll“

Þau Guðrún Óskarsdóttir og Einar Hagen verða með kynningu á sjálfsvarnaríþróttinni karate Félagsmiðstöðinni Atóm í Neskaupstað klukkan 17:00 í dag.



Einar og Guðrún flutti austur í Neskaupstað fyrir ári þegar Guðrún var ráðin til Náttúrustofu Austurlands.

Einar er frá Noregi og hefur stundað íþróttina frá unga aldri. Hann hefur þjálfað karate í Reykjavík síðastliðin 11 ár og er meðal fremstu karateþjálfara landsins.

Guðrún hefur æft karate með Breiðablik í Kópavogi síðan hún var barn og segir íþróttina ávanabindandi lífsstíl sem hún geti ekki hugsað sér að vera án.

„Karate er eins og skemmtileg líkamsrækt með tilgang – maður er stöðugt að læra eitthvað nýtt og byggja ofan á ákveðinn grunn íþróttarinnar,“ segir Guðrún.


Vona að sem flestir taki þátt

Guðrún og Einar voru með æfingar í Neskaupstað fyrir áramótin sem voru mjög vel sóttar. Þau vona að sama verði upp á teningnum á vorönninni.

„Við vorum mjög sátt í haust, það mættu 38 manns í prufutíma. Auðvitað duttu einhverjir úr en við vorum með 15 iðkendur í yngri flokk og 12 í unglinga- og fullorðinsflokk. Auðvitað vonum við að sem flestir haldi áfram og nýjir bætist við.

Ég vil bara hvetja alla sem hafa áhuga, að mæta til okkar í dag, ekki bara þá sem búa í Neskaupstað, heldur einnig á stöðunum í kring.“

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.