Karfa: Höttur missti af öðru sætinu

hottur_thorak_karfa_09022012_0001_web.jpg
Körfuknattleikslið Hattar hefur leik í úrslitakeppni 1. deildar karla á útivelli eftir 68-73 ósigur gegn Breiðabliki í lokaumferð deildarinnar á Egilsstöðum á föstudagskvöld. Sigurinn dugði Blikum samt ekki til að komast í úrslitakeppnina.
 
Leikurinn fór frekar rólega af stað og en Hattarmenn voru aðeins sterkari til að byrja með og voru 20-16 yfir eftir fyrsta leikhluta. Leikurinn var áfram frekar rólegur og hvorugt liðið náði sér almennilega í gang. Í byrjun fjórða leikhluta voru Hattarmenn með yfirhöndina en báðum liðum gekk mjög illa að skora, sérstaklega í þriggja stiga skotunum. 

Það var ekki fyrr en alveg í lokinn sem það kom einhver hasar í leikinn. Breiðablik áttu magnaðan kafla þar sem þeir náðu 6 stiga forskoti þegar örlítið var eftir af leiknum. Hattarmenn gáfust þó ekki upp og settu strax niður þriggja stiga körfu og stálu boltanum af Blikum þegar 12 sekúndur voru eftir en voru dæmdir brotlegir. Bæði leikmenn og áhorfendur mjög ósáttir við þann dóm. Breiðablik setti niður 2 vítaskot í endann of tryggði sér 5 stiga sigur. 

Þar sem ÍA sigraði Ármann dugði þetta ekki Breiðablik til að komast í úrslitakeppnina. Höttur mun hins vegar mæta Skallagrím og mun fyrsti leikurinn fara fram á Borgarnesi en fyrsta liðið til a sigra tvo leiki í þeirri rimmu mun mæta annaðhvort ÍA eða Hamar í úrslitarimmu um sæti í úrvalsdeild.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.