Karfa: Tókst alltaf að skora þegar virkilega þurfti á að halda

Höttur trónir einn á toppi fyrstu deildar karla í körfuknattleik þegar níu umferðir hafa verið leiknar. Liðið hafði betur í toppslag gegn Fjölni á Egilsstöðum í gær 87-84. Á fimmtudagskvöld var Breiðablik lagt 90-87.


Úrslit beggja leikjanna réðust á lokasekúndunum og má halda því fram að Höttur hafi stolið sigrunum. Höttur var 68-78 undir gegn Blikum þegar sex mínútur voru eftir en spilaði magnaða vörn í lokin. Aaron Moss fór þar mikinn með 37 stig og 16 fráköst. Tyrone Garland átti líka stórleik fyrir Blika, skoraði 35 stig en tók ekki að nýta tvö þriggja stiga skot sem hann fékk á lokasekúndunni til að jafna leikinn.

Í leiknum í gær var Höttur 75-81 undir þegar fimm mínútur voru eftir. Aftur small vörnin og mikilvægt var þegar Ragnar Gerald Albertsson kom liðinu 85-84 yfir með að nýta víti sem hann fékk um leið og hann skoraði í skyndisókn.

Höttur fékk reyndar tvær sóknir í viðbót til að gera út um leikinn en nýtti þær ekki. Það hafðist í þriðju tilraun þegar Hreinn Gunnar Birgisson setti niður tvö víti.

„Nei, ég hugsaði aldrei að þær sóknir kæmu í bakið á okkur. Meðal leik stendur hugsarðu bara um næstu sókn,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, eftir leikinn.

Eftir sigurinn er Höttur einn á toppnum með 8 sigra og eitt tap. „Við vorum óskynsamir á lokamínútunum í tapleiknum gegn Val en við komum til baka í bæði Breiðabliki og Fjölni á lokamínútunum gegn hörkuliðum. Þetta eru sterkir sigrar sem telja svakalega í lokin ef við höldum rétt á spilunum.“

Jafnt var á nær öllum tölum í gær í afar hröðum leik. „Fjölnismenn stýrðu hraðanum á of stórum kafla. Sóknarleikurinn var ekki frábær hjá okkur en við skoruðum þegar við þurftum virkilega á því að halda. Ég skildi bara ekki af hverju við gerðum það ekki alltaf.

Við gerðum líka ákveðin mistök í vörninni en vorum góðir þegar á reyndi. Fjölnir skoraði ekki úr síðustu fjórum sóknum sínum.“

Mirko Virijevic fór fyrir Hattarmönnum með 34 stig og 16 fráköst. „Þeir áttu í vandræðum með okkur inni í teignum og þar náðum viðað refsa okkur.

Í byrjun lögðu þeir upp með að stoppa Aaron og þá opnaðist fyrir annað, til dæmis fengum við skot sem við hittum ágætlega úr. Við trúum því að við séum nógu góðir til að ekki sé hægt að stoppa allt hjá okkur.“

Karfa Hottur Fjolnir Nov16 0001 Web
Karfa Hottur Fjolnir Nov16 0008 Web
Karfa Hottur Fjolnir Nov16 0011 Web
Karfa Hottur Fjolnir Nov16 0018 Web
Karfa Hottur Fjolnir Nov16 0024 Web
Karfa Hottur Fjolnir Nov16 0026 Web
Karfa Hottur Fjolnir Nov16 0035 Web
Karfa Hottur Fjolnir Nov16 0040 Web
Karfa Hottur Fjolnir Nov16 0043 Web
Karfa Hottur Fjolnir Nov16 0048 Web
Karfa Hottur Fjolnir Nov16 0052 Web
Karfa Hottur Fjolnir Nov16 0054 Web
Karfa Hottur Fjolnir Nov16 0059 Web

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.