Karfa: Við vorum lélegir í 30 mínútur: Myndir

karfa_hottur_ia_29012013_0060_web.jpg
Höttur vann ÍA 90-75 í fyrstu deild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum á þriðjudagskvöld. Skagamennirnir, sem eru neðstir í deildinni, voru yfir stóran hluta leiksins en Höttur snéri leiknum sér í vil. Þjálfarinn vill að Hattarliðið spili betur í næstu leikjum.

„Við vorum lélegir í þrjátíu mínútur í dag og ég óttast að við sleppum ekki svona vel í næstu leikjum. Við spiluðum vel síðustu tvær mínúturnar í þriðja leikhluta, þegar við snérum leiknum okkur í vil og átta í þeim fjórða,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, í samtali við Austurfrétt eftir leikinn.

Hattarliðið virkaði fremur andlaust framan af leiknum. Kerfin í sókninni gengu þokkalega en leikmenn liðsins hitti sérstaklega illa. Það endurspeglast í skorinu.

Hattarliðið hafði yfirhöndina í fyrsta fjórðungi en Skagamenn jöfnuðu með flautukörfu í 18-18. Gestirnir leiddu síðan í öðrum leikhluta og voru yfir 32-35 í hálfleik. 

Undir þriðja leikhluta fór Hattarliðið að berjast. Baráttan vaknaði í vörninni og að auki fóru skotin að detta. Nokkur mikilvæg þriggja stiga skot flugu ofan í og liðið komst í 61-56. Það leit aldrei til baka og vann öruggan fimmtán stiga sigur.

Frisco Sandidge dró Hattarvagninn, sérstaklega framan þegar enginn annar leikmaður virtist skora en hann skoraði alls 31 stig og tók tíu fráköst. Austin Bracey var næstur með 22 stig. Kevin Jolley var stigahæstur gestanna með 25 stig og tók sextán fráköst.

Höttur er eftir leikinn í fjórða sæti deildarinnar en ÍA áfram í því neðsta með aðeins einn sigurleik. Viðar Örn segir Skagaliðið ekki verðskulda þá stöðu. „Það er fáránlegt að þetta lið sé neðst. Það er með mjög góðan Kana og tvo þrusugóða Íslendinga en þetta er ekki alveg að smella hjá þeim. Þeir eiga samt ekki að eiga séns í okkur þegar við spilum eins og menn.“
 
karfa_hottur_ia_29012013.jpgkarfa_hottur_ia_29012013.jpgkarfa_hottur_ia_29012013.jpgkarfa_hottur_ia_29012013.jpgkarfa_hottur_ia_29012013.jpgkarfa_hottur_ia_29012013.jpgkarfa_hottur_ia_29012013.jpgkarfa_hottur_ia_29012013.jpgkarfa_hottur_ia_29012013.jpgkarfa_hottur_ia_29012013.jpgkarfa_hottur_ia_29012013.jpgkarfa_hottur_ia_29012013.jpgkarfa_hottur_ia_29012013.jpgkarfa_hottur_ia_29012013.jpgkarfa_hottur_ia_29012013.jpg
 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar