Karfan og knattspyrnan mætast í góðgerðaleik

fotbolti_hottur_leiknir_0067_web.jpg
Knattspyrnu- og körfuknattleikslið Hattar mætast í Íþróttahúsinu á Egilsstöðum annað kvöld í leik þar sem ágóði af miðasölunni rennur til Héraðs- og Borgarfjarðardeildar Rauða krossins.

Fyrst verður keppt  í knattspyrnu í 10 mínútur, þar sem hvert mark telur sem 10 stig. Næstu 10 mínútur verður svo leikinn körfuknattleikur en enn hvílir leynd yfir því hvað verður boðið upp á í þriðja leikhluta.

Fimleika- og frjálsíþróttadeildir munu einnig leggja sitt af mörkum til að gera dagskrána enn fjölbreyttari. Í fyrra söfnuðust rúmlega 200.000 krónur í tengslum við þennan viðburð og eins og sönnu íþróttafólki sæmir, stefnir Hattarfólk á að gera enn betur í ár.

Aðgangseyrir er kr. 1000.- fyrir fullorðna, en unglingar á grunnskólaaldri greiða kr. 500.- Tekið er við frjálsum framlögum á staðnum. Leikurinn byrjar klukkan 19:00.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.