Karlaliðið úr leik í bikarkeppninni í blaki

Karlalið Þróttar Neskaupstað er úr leik í bikarkeppninni í blaki. Seinni forkeppni bikarkeppninnar fór fram á Akureyri um helgina þar sem spilað var um tvö laus sæti í undanúrslitum keppninnar.

 

ImageÞróttur tapaði fyrir HK og KA en vann Grindavík, Hamar og Hrunamenn. Það dugði ekki til, HK og KA fóru í undanúrslitin en Þróttur varð í þriðja sæti. Kvennaliðið hafði þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppni bikarsins sem fram fer í Laugardalshöll í næsta mánuði.

Kvennalið Þróttar varð bikarmeistari árið 2008 og komst í úrslit í fyrra.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.