Keppnisskapið brýst fram í boccia

„Íþróttin er mjög skemmtileg og og keppnisskapið brýst alveg fram í manni,” segir Dagný Erla Ómarsdóttir, atvinnu-, menningar og íþróttafulltrúi á Seyðisfirði, en fyrir liggur að endurvekja boccia-íþróttina á staðnum í vetur.

„Lionsmenn höfðu samband við okkur og langaði svo að endurvekja bocciastarfið hér á Seyðisfirði. Íþróttafélagið Viljinn sem var hér um tíma hélt úti öflugu bocciastarf en það lagðist af um leið og félagið.

Í samstarfi við Lions langar okkur því að láta á það reyna að endurvekja íþróttina hér á staðnum, en það væri góður vettvangur fyrir fólk að koma saman og hafa gaman. Íþróttin er fyrir alla og allir eru jafnir í henni, en það er svo skemmtilegt,” segir Dagný Erla.

Fyrsti tíminn verður í íþróttahúsinu laugardaginn 2. febrúar milli klukkan 12:00 og 13:00. Eldri borgurum, öryrkjum og fötluðum einstaklingum er sérstaklega boðið að koma og taka þátt.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar