Knattspyrna: Einherji fallinn

Einherji féll í dag úr þriðju deild karla í knattspyrnu á markahlutfalli eftir jafntefli á heimavelli gegn Víði úr Garði.

Einherji var í þriðja neðsta sæti þegar leikir dagsins hófust, tveimur stigum á undan ÍH úr Hafnarfirði. Einherji þurfti því að vinna Víði til að halda sæti sínu örugglega.

Það tókst hins vegar ekki þar sem hvorugu liðinu tókst að skora þannig leiknum lauk 0-0.

En til að fella Einherja þurfti ÍH að vinna Elliða á útivelli. Það gekk eftir og ÍH hafði 1-2 sigur.

Liðin enduðu bæði með 20 stig en Einherji var með -15 mörk en ÍH -13 og heldur því sætinu. Tindastóll fellur með Einherja.

Í annarri deild karla luku Leiknir og Fjarðabyggð keppni með innbyrðisviðureign á Eskifirði. Leiknir vann 0-3. Fjarðabyggð var fallið fyrir leikinn en Leiknir endaði sæti ofan með 13 stigum meira og 24 alls.

Mynd: UMF Einherji


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.