Knattspyrna: FHL vann Fram örugglega

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir vann Fram 4-1 í B deild Lengjubikars kvenna um helgina. Höttur/Huginn vann Völsung 1-0.

Ársól Eva Birgisdóttir skoraði fyrstu tvö mörk Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis á 23. og 31. mínútu. Björg Gunnlaugsdóttir skoraði þriðja markið á 67. mínútu og Íris Vala Ragnarsdóttir það fjórða á 70. mínútu. Fram náði inn marki fimm mínútum fyrir leikslok.

Þetta var fyrsta meistaraflokksmark Írisar Völu sem í janúar var valin í æfingahóp U-15 ára landsliðs kvenna í knattspyrnu.

Valdimar Brimir Hilmarsson skoraði eina markið þegar Hötttur/Huginn vann Völsung í Lengjubikar karla. Valdimar Brimir er að komast aftur á skrið eftir alvarleg meiðsli síðasta sumar.

Kvennaliðið situr hjá um helgina. Höttur/Huginn á útileik gegn Magna, KFA útileik gegn Völsungi og loks hefur Spyrnir leik gegn Tindastóli í C-deild karla.


 
 

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar