Knattspyrna: Fjarðabyggð/Hetti/Leikni dæmdur sigur gegn Grindavík

Kvennaliði Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis í knattspyrnu hefur verið dæmdur 3-0 sigur í leik gegn Grindavík um síðustu helgi þar sem Grindavík notaðist við ólöglega leikmenn.

Þetta kemur fram í úrskurði sem Knattspyrnusamband Íslands sendi frá sér í gær. Fram kemur að þrír erlendir leikmenn Grindavíkur hafi verið skráðir í erlend félög.

Leikmennirnir voru allir í byrjunarliði Grindavíkur, en liðin mættust á laugardag í Fjarðabyggðarhöllinni í B deild Lengjubikarsins. Grindavík vann leikinn 0-6. Auk þess að tapa leiknum þarf Grindavík að greiða 120.000 sekt.

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir leikur næst á heimavelli gegn HK á laugardag.

Í Lengjubikar karla hefur Höttur/Huginn unnið báða leiki sína í B riðli 2. deildar, fyrst gegn Fjarðabyggð/Leikni 1-3 og 2-3 gegn Fjallabyggð um helgina. Höttur/Huginn á frí um helgina en Fjarðabyggð/Leiknir spilar við Magna á sunnudag á Akureyri.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.