Knattspyrna: Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir raðar inn mörkum
Lið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis hefur skorað tíu mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum í annarri deild kvenna í knattspyrnu. Byrjunin er erfiðari hjá öðrum austfirskum liðum.Liðið heimsótti Álftanes og vann 1-5. Aðeins eitt markanna kom í fyrri hálfleik, Alexandra Tabernas skoraði tíu mínútum fyrir leikhlé.
Bayleigh Chaviers kom austanliðinu í 0-2 á 58. mínútu en heimaliðið minnkaði muninn í 2-1 á 64. mínútu. Mörk Freyju Karínar Þorvarðardóttur á 69. mínútu, Alexöndru á 78. mínútu og loks Katrínar Eddu Jónsdóttur á 83. mínútu.
Liðið hefur unnið báða fyrstu leiki sína og er í öðru sæti deildarinnar á eftir Fjölni, sem er með hið ótrúlega markahlutfall 20-0 eftir tvær umferðar. Grafarvogsliðið lagði Einherja um helgina 3-0. Toppliðin mætast á fimmtudagskvöld í Fjarðabyggðarhöllinni.
Í annarri deild karla eru austanliðin tvö á botninum. Leiknir var grátlega nærri því að ná í sitt fyrsta stig gegn Fjallabyggð en heimamenn skoruðu eina mark leiksins á þriðju mínútu uppbótartíma. Fáskrúðsfirðingar urðu fyrir áfalli í leiknum þegar markvörðurinn Eduardo De Prados fór meiddur af velli á 15. mínútu. Hann kom liðsins skömmu fyrir mót eftir að aðalmarkvörðurinn Danny El-Hage kjálkabrotnaði.
Fjarðabyggð lá 0-4 á heimavelli fyrir Magna á föstudagskvöld.