Knattspyrna: Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir raðar inn mörkum

Lið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis hefur skorað tíu mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum í annarri deild kvenna í knattspyrnu. Byrjunin er erfiðari hjá öðrum austfirskum liðum.

Liðið heimsótti Álftanes og vann 1-5. Aðeins eitt markanna kom í fyrri hálfleik, Alexandra Tabernas skoraði tíu mínútum fyrir leikhlé.

Bayleigh Chaviers kom austanliðinu í 0-2 á 58. mínútu en heimaliðið minnkaði muninn í 2-1 á 64. mínútu. Mörk Freyju Karínar Þorvarðardóttur á 69. mínútu, Alexöndru á 78. mínútu og loks Katrínar Eddu Jónsdóttur á 83. mínútu.

Liðið hefur unnið báða fyrstu leiki sína og er í öðru sæti deildarinnar á eftir Fjölni, sem er með hið ótrúlega markahlutfall 20-0 eftir tvær umferðar. Grafarvogsliðið lagði Einherja um helgina 3-0. Toppliðin mætast á fimmtudagskvöld í Fjarðabyggðarhöllinni.

Í annarri deild karla eru austanliðin tvö á botninum. Leiknir var grátlega nærri því að ná í sitt fyrsta stig gegn Fjallabyggð en heimamenn skoruðu eina mark leiksins á þriðju mínútu uppbótartíma. Fáskrúðsfirðingar urðu fyrir áfalli í leiknum þegar markvörðurinn Eduardo De Prados fór meiddur af velli á 15. mínútu. Hann kom liðsins skömmu fyrir mót eftir að aðalmarkvörðurinn Danny El-Hage kjálkabrotnaði.

Fjarðabyggð lá 0-4 á heimavelli fyrir Magna á föstudagskvöld.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.