Knattspyrna: Höttur/Huginn tapaði fyrir Magna í Lengjubikarnum

Höttur/Huginn var eina austfirska liðið til að spila í Lengjubikarnum í knattspyrnu um síðustu helgi og tapaði þar gegn Magna á Grenivík. Hin liðin spila öll um næstu helgi.

Magni vann leikinn 2-1 í Bdeild karla. Mark Hattar/Hugins var sjálfsmark skömmu fyrir lok leiksins.

Spyrnir átti líka að spila um síðustu helgi, við Tindastól á Sauðarkróki. Önnur tilraun verður gerð til að spila þann leik um næstu helgi.

KFA mætir Dalvík/Reyni en Höttur/Huginn situr hjá í B-deild karla um helgina. Í B-deild kvenna á Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir leik gegn Augnabliki á útivelli.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.