Knattspyrna: KFA áfram með fullt hús í Lengjubikarnum
Knattspyrnufélag Austfjarða hefur unnið alla þrjá leiki sína í B-deild Lengjubikars karla það sem af er. Marteinn Már Sverrisson skoraði þrennu í sigri á Dalvík/Reyni um síðustu helgi. Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir vann einn og tapaði einum í suðurferð í Lengjubikar kvenna.KFA lenti undir gegn Dalvík/Reyni strax á fimmtu mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Marteinn Már skoraði sitt fyrsta mark og jafnaði leikinn úr vítaspyrnu á 57. mínútu og kom KFA yfir á 77. mínútu. Povilas Krasnovskis kom KFA í 3-1 þremur mínútum síðar.
Þröstur Mikael Jónasson skoraði sitt annað mark á 82. mínútu og minnkaði muninn í 3-2. Einum gestanna var vikið af velli snemma í uppbótartíma vegna tveggja gulra spjalda og í kjölfarið fullkomnaði Marteinn Már þrennuna.
Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir spilaði tvo leiki í Lengjudeild kvenna á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Liðið byrjaði á að vinna Augnablik 1-2. Katrín Edda Jónsdóttir skoraði bæði mörk, annars vegar á 26. mínútu, hins vegar 50. Á sunnudag tapaði liðið 2-0 fyrir Fylki þar sem bæði mörkin komu í seinni hálfleik.
KFA mætir Fjallabyggð um helgina og Höttur/Huginn Dalvík/Reyni í B-deild karla. Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir spilar heima gegn Gróttu. Spyrnir hefur dregið sig úr keppni í C-deild karla, án þess að hafa náð að spila leik.