Knattspyrna: KFA unnið fyrstu tvo leikina í Lengjubikarnum

Knattspyrnufélag Austfjarða hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í Lengjubikarnum þetta árið. Karlalið Hattar/Hugins er komið með sigur en kvennalið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis tapaði í fyrstu umferð.

KFA vann Magna í Fjarðabyggðarhöllinni á laugardag 4-1. William Suárez kom KFA yfir á 11. mínútu með eina markinu í fyrri hálfleik.

Í seinni hálfleik skoraði Vice Kendes tvö mörk og Marteinn Már Sverrisson eitt úr víti áður en Grenivíkurliðið náði einu úr víti undir lokin.

Höttur/Huginn lagði Fjallabyggð 3-1 á Fellavelli. Bjarki Fannar Helgason skoraði á 18. Mínútu og Arnór Snær Helgason fimm mínútum síðar. Þriðja markið kom frá Árna Veigari Árnasyni skömmu fyrir leikslok.

Katrín Edda Jónsdóttir skoraði bæði mörk Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis, sitt í hvorum hálfleik, í 2-4 tapi gegn Grindavík. Austfjarðaliðið komst yfir með báðum mörkunum en gestirnir jöfnuðu jafn harðan og sigldu svo fram úr síðustu 20 mínúturnar.

KFA situr hjá um helgina en Höttur/Huginn mætir Völsungi, Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir Fram og Spyrnir hefur leik gegn Samherjum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.