Knattspyrna: Mark í uppbótartíma tryggði Leikni stig

Leiknir náði í dýrmætt stig í fallbaráttunni í annarri deild karla í knattspyrnu með 2-2 jafntefli gegn Kára á Akranesi um helgina. Einherji vann mikilvægan heimasigur í þriðju deild en er enn í þröngri stöðu.

Kári komst í 2-0 strax eftir átta mínútur en Stefán Ómar Magnússon minnkaði muninn á 26. mínútu. Inigo Albizuri jafnaði fyrir Leikni á 93. mínútu.

Stigið var Leikni dýrmætt því með því er tryggð áframhaldandi sex stiga munur milli liðanna því Leiknir er í 10. sætinu með 15 stig og ofan falls en Kári þar á eftir í fallsæti. Fjarðabyggð er neðst með fimm stig og tapaði 5-0 fyrir toppliði Njarðvíkur um helgina.

Í þriðju deild karla tapaði Höttur/Huginn fyrir Víði á heimavelli í gær. Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu á 89. mínútu. Höttur/Huginn er áfram efst í deildinni með 35 stig og 8 stiga forskot á næstu lið, sem flest eiga leiki til góða.

Einherji vann Augnablik 5-2 á Vopnafirði þar sem Ismael Moussa skoraði þrennu. Gestirnir skoruðu fyrsta markið á áttundu mínútu en Ismael jafnaði á 28. mínútu og Alejandro Barce kom Einherja yfir tíu mínútum síðar.

Kópavogsliðið jafnaði á 62. mínútu en Isamel kom Einherja yfir strax sex mínútum síðar. Stefan Balev skoraði á 83. mínútu og Ismael innsiglaði þrennuna fimm mínútum síðar.

Einherji er í tólfta sæti deildarinnar því neðsta, með 13 stig, en fallbaráttan er jöfn því aðeins eru þrjú stig upp í níuna sæti.

Deildarmeistarar Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis í annarri deild kvenna luku deildarkeppninni með sínu fyrsta jafntefli í sumar gegn Einherjá Vopnafirði í gær. Taryn Siegele kom Vopnafjarðarliðinu yfir á 37. mínútu en Alexandra Taberner jafnaði á 64. mínútu. Einherji er síðan í 9. sæti deildarinnar með 10 stig.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar