Knattspyrna: Öll austfirsku liðin komin af stað í Lengjubikarnum
Öll austfirsku liðin fjögur, sem spila í Lengjubikarnum í ár, áttu leiki um helgina. Önnur umferð var leikinn í keppninni hjá karlaliðunum meðan kvennaliðin spiluðu sína fyrstu leiki.Karlaliðin léku bæði í Boganum á Akureyri, hvort á eftir öðru í gær en þau eru í B-deild í riðli með liðum af Norðurlandi.
KFA spilaði fyrri leikinn gegn Magna og vann hann 1-2. Daníel Michal Grzegorzsson skoraði fyrra markið á fjórðu mínútu en Adam Örn Guðmundsson, fyrrum leikmaður Fjarðabyggðar, jafnaði fyrir Magna á 38. mínútu. Arnór Berg Grétarsson skoraði sigurmark KFA á 84. mínútu. Liðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína.
Höttur/Huginn lenti þrisvar undir gegn Fjallabyggð en tókst að jafna í öll skiptin. Þór Albertsson, Sæbjörn Guðlaugsson og loks Valdimari Brimir Hilmarsson, úr víti, skoruðu mörkin.
FHL spilaði heimaleik gegn ÍA í B-deild kvenna. Björg Gunnlaugsdóttir jafnaði leikinn fyrir KFA rétt fyrir leikhlé. Í C-deildinni tapaði Einherji 3-0 fyrir Völsungi á útivelli.
Mynd: Unnar Erlingsson