Knattspyrna: Sigurmörk Spyrnis eftir 100 mínútna leik

Spyrnir snéri við leik sínum gegn Úlfunum í 5. deild karla um helgina þegar komið var fram í tíundu mínútu uppbótartíma. FHL heldur efsta sætinu í Lengjudeild kvenna.

Spyrnir spilaði tvo leiki á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Liðið tapaði fyrst gegn Álftanesi 5-2 þar sem Ármann Davíðsson og Jakob Jóel Þórarinsson skoruðu mörk.

Næst var leiki gegn Úlfunum þar sem heimaliðið komst yfir á síðustu mínútu fyrir hálfleiks. Við það sat þar til á elleftu mínútu uppbótartíma þegar Almar Aðalsteinsson jafnaði. Fjórum mínútum síðar skoraði Ármann sigurmarkið. Spyrnir er í fimmta sæti með tíu stig.

Í annarri deild karla tapaði Höttur/Huginn 4-2 fyrir Víkingi Ólafsvík. Staðan var 1-1 í hálfleik eftir að Martim Cardoso hafði jafnaði fyrir Hött/Huginn. Björgvin Stefán Pétursson minnkaði muninn í 3-2 með marki á þriðju mínútu uppbótartíma en enn var tími fyrir eitt mark í viðbót fyrir heimamenn.

KFA tapaði 1-2 fyrir KFG á heimavelli. Öll mörkin voru skoruð í seinni hálfleik. Birkir Ingi Óskarsson minnkaði muninn fyrir KFa á annarri mínútu uppbótartíma. KFA er í fimmta sæti með 13 stig en Höttur/Huginn í því níunda með níu stig.

FHL heldur áfram á beinu brautinni í Lengjudeild kvenna en liðið vann Grindavík 0-6 í Reykjavík um helgina. Grindavík hefur til þessa verið eitt af liðunum í toppbaráttunni.

Staðan í hálfleik var 0-1 eftir mark Deju Sandoval á 24. mínútu. Emma Hawkins skoraði þrennu í seinni hálflik og þær Samantha Smith og Christa Björg Andrésdóttir sitt markið hvor. FHL heldur því efsta sæti deildarinnar aðra vikuna í röð og er tveimur stigum á undan HK.

Einherji vann Augnablik 4-2 á Vopnafirði um helgina. Staðan var 2-1 í hálfleik en Karólína Dröfn Jónsdóttir skoraði bæði mörk Einherja. Hún bætti svo við þriðja marki sínu áður en Borghildur Arnardóttir skoraði fjórða mark Einherja. Liðið er í 6. sæti með 13 stig.

Mynd: Unnar Erlingsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar