Knattspyrna: Sjö mörk og sigurmark í lokin hjá FHL gegn ÍA – Myndir

FHL sigraði nýliða ÍA 4-3 í leik liðanna í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu. KFA og Höttur/Huginn gerðu jafntefli í sínum leikjum í annarri deild karla en kvennalið Einherja tapaði fyrir KR í fyrsta leik sínum í annarri deild kvenna.

Það var nóg af mörkum og ekki alltaf langt á milli þeirra í Fjarðabyggðarhöllinni í gær. Emma Hawkins skoraði fyrsta markið fyrir FHL á 19. mínútu en gestirnir jöfnuðu á 26. mínútu.

FHL komst aftur yfir tveimur mínútum síðar með marki sem skráð er á markvörð ÍA. Samantha Smith tryggði síðan 3-1 forskot með marki á 37. mínútu.

ÍA tókst að jafna seint í seinni hálfleik en fimm mínútum fyrir leikslok skoraði Emma sigurmarkið. FHL er efst í deildinni, að minnsta kosti um stundarsakir, þar aðeins það og ÍA hafa spilað tvo leiki.

Einherji byrjaði leiktíðina í annarri deild kvenna á útileik gegn KR, sem féll úr Lengjudeildinni í fyrra. KR vann leikinn 2-0 en fyrra markið var skorað eftir nokkurra sekúndna leik.

Í annarri deild karla gerðu bæði Austfjarðaliðin jafntefli. KFA átti heimaleik gegn Víkingi Ólafsvík. Marteinn Már Sverrisson skoraði á 18. mínútu og Eggert Gunnþór Jónsson bætti við öðru marki fimm mínútum síðar.

Víkingur minnkaði muninn eftir tíu mínútur í seinni hálfleik og jafnaði á 83. mínútu. Leikurinn var nokkuð heitur og fóru ellefu gul spjöld á loft, þar af fékk Dani Ndi, sem spilaði með Hetti/Huginn í fyrra en er nú hjá Víkingi. Þau komu með fjögurra mínútna millibili í uppbótartíma.

Höttur/Huginn fór í Vogana og gerði 1-1 jafntefli við Þrótt. Víðir Freyr Ívarsson kom Hetti/Huginn yfir á 8. mínútu en heimaliðið jafnaði á fjórðu mínútu uppbótartíma.

Myndir: Unnar Erlingsson

IMG 1375 Web
IMG 1378 Web
IMG 1385 Web
IMG 1398 Web
IMG 1409 Web
IMG 1411 Web
IMG 1420 Web
IMG 1428 Web
IMG 1455 Web
IMG 1458 Web
IMG 1471 Web
IMG 1489 Web
IMG 1574 Web
IMG 1599 Web
IMG 1604 Web
IMG 1655 Web
PXL 20240512 135954499 Web


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.