Orkumálinn 2024

Knattspyrnuþjálfarar ráðnir hjá Einherja

Ungmennafélagið Einherji hefur gengið frá ráðningu þjálfara fyrir bæði karla- og kvennalið félagsins í knattspyrnu fyrir komandi sumar.

Helgi Snær Agnarsson verður spilandi þjálfari meistaraflokks karla. Hann verður 22 ára á árinu og kemur frá Fjölni þótt hann hafi spilaði með Magna á Grenivík síðasta sumar.

„Ég er virkilega spenntur fyrir komandi sumri, að þjálfa og leika fyrir Einherja. Þetta er stórt félag með mikla sögu. Ég mun leggja mig allan fram til þess að sumarið verði sem skemmtilegast og eftirminnilegast,“ er haft eftir Helga í tilkynningu.

Brianna Curtis frá Bandaríkjunum verður spilandi þjálfari meistaraflokks kvenna, en Einherji sendir lið til keppni þar að nýju eftir árs fjarveru. Hún er 24 ára og kemur frá Colorado.

Landa hennar Taryn Siegele verður spilandi aðstoðarþjálfari. Hún hefur spilað í háskólaboltanum vestan hafs auk þess að að leika með Djursjolm í Svíþjóð.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.