Körfubolti: 30 stiga sigur á Hamri

Höttur heldur áfram á beinu brautinni í fyrstu deild karla í körfuknattleik. Liðið vann Hamar í Hveragerði á föstudag 68-96.

Höttur hafði yfirburði allan leikinn, var 13-26 yfir eftir fyrsta leikhluta og 32-46 í hálfleik.

Hamar hélt hlutunum í horfinu í þriðja leikhluta, að honum loknum var staðan 54-68 en í fjórða leikhluta keyrði Höttur yfir heimamenn og vann að lokum með 30 stigum.

Timothy Guers var stigahæstur Hattarmanna með 27 stig en Juan Luis skoraði 17 auk þess að taka 11 fráköst.

Höttur og Haukar eru eftir fjórar umferð í deildinni einu liðin með fullt hús stiga. Höttur tekur næst á móti Skallagrími á föstudagskvöld.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar