Körfubolti: Allt í baklás í seinni hálfleik gegn Val

Ekkert gekk upp sóknarlega hjá Hetti þegar liðið tapaði 80-69 fyrir Val á Hlíðarenda í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á föstudagskvöld. Höttur var hins vegar yfir í leikhléi eftir frábæran fyrri hálfleik.

Höttur fór betur af stað, náði undirtökunum í fyrsta leikhluta þegar liðið breytti stöðunni úr 7-9 í 8-17. Það var yfir eftir leikhlutann 16-28. Liðið hélt áfram í öðrum leikhluta, var fljótt komið í tæplega 20 stiga forustu, 18-35.

Það varð Valsmönnum til happs að Joshua Jefferson var með lífsmarki. Hann skoraði 14 stig seinni hluta annars leikhluta. Það og sterkur varnarleikur hélt heimaliðinu inni í leiknum því þegar leið á hægðist á stigaskori Hattar. Í hálfleik var staðan 42-52.

Sú þróun hélt áfram í þriðja leikhluta. Reyndar spiluðu bæði lið fínan varnarleik, um miðbik leikhlutans liðu þrjár mínútur á þess að nokkuð væri skorað. Eftir þann kafla náði Valur að jafna í 59-59 þegar ein mínúta og 20 sekúndur voru eftir. Höttur átti samt eina körfu eftir og var yfir 59-61 að loknum fjórða leikhluta.

Valur komst yfir með fyrstu körfunni, 62-61 en Höttur náði forskoti aftur, 62-65 með tveimur körfum í röð. Áfram var lítið skorað og þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir var staðan jöfn, 69-69. Höttur skoraði hins vegar ekki meira í leiknum meðan Valur setti niður 11 stig og vann.

David Guardia Ramos og Denotaye Buskey voru stigahæstir í liði Hattar með 16 stig hvor.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.