Körfubolti: Hetti spáð falli
Bæði forráðamenn félaga og fulltrúar fjölmiðla spá Hetti falli úr úrvalsdeild karla í vetur. Keppnistímabilið hefst næsta fimmtudag.Spá formanna, þjálfara og fyrirliða annars vegar og fjölmiðla hins vegar fyrir úrvalsdeild og fyrstu deild var birt í dag. Í báðum spám er Höttur í næst neðsta sætinu með Þór Akureyri fyrir neðan sig.
Ekki er samhljómur milli spánna um hvernig verða Íslandsmeistarar. Fjölmiðlafólk spáir Tindastóli titlinum en hinir Stjörnunni. Mjög lítill munur er á milli liðanna í báðum tilfellum.
Spárnar eru sömuleiðis samstíga um að það verði Haukar og Þór Þorlákshöfn sem verði liðin sem helst geti dregist inn í fallbaráttuna við Hött og Þór.
Tímabilið hefst fimmtudaginn 1. október og á Höttur fyrsta leik en leikur liðsins gegn Grindavík á Egilstöðum hefst klukkan 18:30.
Höttur var eina liðið sem fór upp úr fyrstu deild karla en liðið var efst í deildinni er keppni henni var hætt í mars vegna Covid-faraldursins. Úrslitakeppnin var þá enn eftir.
Liðið hefur styrkt sig nokkuð í sumar, meðal annars fengið til sín miðherjann Sigurð Gunnar Þorsteinsson og bandaríska bakvörðinn Shavar Newkirk. Þeir spiluðu báðir hálftíma í æfingaleik gegn Tindastóli í gær sem tapaðist 87-77. Dino Stipcic var stigahæstur leikmanna Hattar með 17 stig.