Körfubolti: Höttur í annað sætið eftir sigur á Fjölni - Myndir

Höttur náði öðru sætinu í fyrstu deild karla í körfuknattleik af Fjölni með 94-78 sigri þegar liðin mættust á Egilsstöðum í gærkvöldi. Höttur lagði grunninn að sigrum með öflugum öðrum leikhluta.

Fjölnir var yfir 19-21 eftir fyrsta leikhluta. Höttur spilaði hins vegar frábærlega seinni hluta annars leikhluta, breytti stöðunni úr 33-30 í 39-30 og var 47-36 yfir í hálfleik.

Nokkuð sérstakt atvik átti sér stað í stöðunni 24-22. Fjölnis menn voru í sókn, fengu dæmda villu og boltinn var á leið niður í hringinn þegar annar leikmaður liðsins stökk upp í körfuna sem varð til þess karfan var dæmd af liðinu. Vítaskotin nýttust hins vegar.

Höttur spilaði frábæra vörn á þessum kafla og gekk vel að stöðva sóknir Fjölnis. Þarna kom loksins að því að heimamenn hittu úr skotum sínum. Breiddin sýndi sig líka í liðinu. Ásmundur Hrafn Magnússon átti góða innkomu í sóknina þar sem hann nýtti vel svæðið sem myndaðist þegar aðrir leikmenn voru stífdekkaðir og Nökkvi Jarl Óskarsson spilaði fasta vörn án þess að fá villu.

Það var öflugt því bæði Charles Clark og André Huges voru báðir komnir í þrjár villur. Þeir spiluðu hins vegar vel í seinni hálfleik þar sem Höttur náði fljótt 15 stiga forustu hélst til leiksloka. Clark skoraði 29 stig áður en yfir lauk og Huges 15 auk þess að taka tíu fráköst. Eysteinn Bjarni Ævarsson skoraði líka 15 stig og Dino Stipcic 14 auk þess að taka tíu fráköst.

„Frammistaða okkar var að langstærstum hluta mjög jákvæð. Dómararnir flautuðu mikið til að byrja með og við lentum í vandræðum því 3-4 lykilmenn voru komnir með tvær villur eftir fáeinar mínútur.

Við héldum hins vegar áfram að spila hörkuvörn og þegar við náðum taki þar fengum við auðveldar körfur í sókninni og þann leik sem við vildum,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, eftir leikinn.

Breiddin sýndi sig í Hattarhópnum þar sem leikmenn, sem byrjuðu á bekknum, skoruðu 29 stig. „Ásmundur kom til dæmis með frábært framlag. Hann spilaði fimm og hálfa mínútu en sprengdi upp vörnina hjá þeim. Það er styrkur að vera með þannig vörn þegar mótherjarnir ætla að vera með tvo varnarmenn á okkar lykilmönnum. Þá opnast glufur sem menn nýttu vel í dag.“

Með sigrinum jafnaði Höttur Fjölni að stigum en bæði lið eru með 18 stig. Þór Akureyri er fjórum stigum á undan í efsta sætinu. „Við ætlum okkur að vera í sníkjunni þar á eftir og vonast til að Þór stígi á reimarnar einhvers staðar á sinni leið. Ef við náum þeim ekki er heimaleikjarétturinn mikilvægur, einkum ef Vestri kemst í úrslitakeppnina. Einni bílfærð færra á Ísafjörð er gott fyrir mjaðmirnar á þjálfaranum.“

Karfa Hottur Fjolnir 0008 Web
Karfa Hottur Fjolnir 0009 Web
Karfa Hottur Fjolnir 0013 Web
Karfa Hottur Fjolnir 0019 Web
Karfa Hottur Fjolnir 0023 Web
Karfa Hottur Fjolnir 0025 Web
Karfa Hottur Fjolnir 0026 Web
Karfa Hottur Fjolnir 0033 Web
Karfa Hottur Fjolnir 0037 Web
Karfa Hottur Fjolnir 0041 Web
Karfa Hottur Fjolnir 0044 Web
Karfa Hottur Fjolnir 0047 Web
Karfa Hottur Fjolnir 0054 Web
Karfa Hottur Fjolnir 0056 Web
Karfa Hottur Fjolnir 0065 Web
Karfa Hottur Fjolnir 0066 Web
Karfa Hottur Fjolnir 0069 Web
Karfa Hottur Fjolnir 0077 Web
Karfa Hottur Fjolnir 0078 Web
Karfa Hottur Fjolnir 0079 Web
Karfa Hottur Fjolnir 0087 Web
Karfa Hottur Fjolnir 0092 Web
Karfa Hottur Fjolnir 0101 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar