Körfubolti: Selfyssingar lagðir á Selfossi

Höttur heldur áfram efsta sætinu í fyrstu deild karla í körfuknattleik en liðið vann Selfoss á útivelli 71-89 á föstudagskvöld.

Höttur tók forustuna strax í byrjun og var yfir 19-23 eftir fyrsta leikhluta. Heimamenn svöruðu fyrir sig í öðrum leikhluta og komust yfir 30-26 áður. Höttur átti góðan kafla í lokin og var 38-42 yfir í hálfleik.

Liðið hafði síðan góð tök í þriðja leikhluta og var yfir að honum loknum, 55-70. Selfyssingar áttu inni eitt loka áhlaup og minnkuðu muninn í 71-74 um miðjan fjórða leikhluta. Nær komust þeir ekki og Höttur settu niður 15 síðustu stigin.

Tim Guers átti skínandi leik í Hattarliðinu, skoraði 28 stig, tók 13 fráköst og sendi 9 stoðsendingar. Arturo Ferndanez setti niður 23 stig.

Höttur heldur tveggja stiga forskoti sínu á Hauka á toppi deildarinnar en Hafnafjarðarliðið á leik til góða. Höttur á mikilvægan leik á föstudagskvöld þegar liðið í þriðja sæti, Álftanes, kemur í heimsókn. Þrír fyrrum leikmenn Hattar eru leikmannahópi Álftaness.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar