Körfubolti: Slæmur kafli rétt fyrir leikhlé réði úrslitum gegn Tindastóli

16-1 kafli Tindastóls gegn Hetti réði úrslitum í leik liðanna í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Sauðárkróki í gærkvöldi.

Fyrsti leikhlut var nokkuð jafn, að honum loknum var heimaliðið 20-18 yfir. Það hélt áfram með að skora fyrstu sjö stigin í seinni hálfleik. Höttur átti þá sinn besta kafla í leiknum og jafnaði í 29-29.

En þá hrökk allt í baklás, Tindastóll skoraði fyrst 13 stig í röð og síðan þrjú í viðbót gegn einu áður en hálfleikurinn var úti. Í leikhléi voru Sauðkræklingar yfir, 45-30.

Þeir héldu áfram, komust fljótt í 20 stiga forustu, 52-32 en Höttur náði að minnka muninn í 61-52 áður en þriðja leikhluta lauk og komast í færi til að gera lokaáhlaup.

Það varð aldrei að veruleika. Tindastóll hélt áfram þægilegu 10 stiga forskoti og var síðan komið í 83-66 þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. Höttur skoraði þó síðustu fimm stigin þannig úrslitin urðu 83-71.

Deontaye Buskey var stigahæstur Hattar með 24 stig. Höttur er nú einn í 8. sæti deildarinnar með 10 stig úr 10 leikjum. Liðið á síðan leik gegn Hamri í Hveragerði í bikarkeppninni á sunnudag.

Mynd: Daníel Ceckic

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar