Körfubolti: Stórsigur í fyrsta leik

Höttur vann stórsigur á Hrunamönnum, 120-63, í fyrsta leik sínum í vetur í fyrstu deild karla í körfuknattleik. Liðin mættust á Egilsstöðum á laugardagskvöld.

Höttur var 22-17 yfir eftir fyrsta leikhluta en valtaði yfir gestina í þeim næsta og var 62-35 yfir í hálfleik. Eftir þriðja leikhluta var staðan orðin 93-51.

David Guardia var stigahæstur hjá Hetti með 26 stig, Timothy Guers skoraði 24. Miðherjinn Juan Luis átti einnig ágætan dag með 11 stig og 14 fráköst.

Segja má að fyrsta umferðin hafi gefið ákveðna vísbendingu um það sem framundan er í deildinni. Hrunamenn, Skallagrímur og ÍA töpuðu öll stórt en Álftanes, Selfoss, Höttur, Haukar og Sindri unnu ýmis verðuga andstæðinga, svo sem Hamar og Fjölni, eða burstuðu minni liðin. Út frá þessu má álykta um hvaða lið séu líkleg til að berjast um að fara upp í vor.

Höttur heimsækir Selfoss í næsta leik á föstudag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.