Körfubolti: Tap í fyrsta úrvalsdeildarleiknum

Höttur tapaði sínum fyrsta leik í úrvalsdeild karla í körfuknattleik 98-92 gegn Haukum í nýliðaslag í Hafnarfirði á föstudagskvöld. Haukarnir snéru leiknum á tveimur mínútum í byrjun seinni hálfleiks.

Höttur svínhitti úr þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik en þegar yfir lauk var um helmingur stiga liðsins, 48 talsins, úr slíkum skotum. Í fyrsta leikhluta breytti Höttur stöðunni úr 25-17 í 27-28 og leiddi síðan 48-55 í hálfleik.

Eftir eina og hálfa mínútu í þriðja leikhluta var staðan 49-58 Hetti í vil. Haukar settu þá 15 stig gegn þremur á tæplega tveggja mínútna kafla og komust yfir í 64-61. Þeir héldu síðan áfram og komust í 72-63 áður en Höttur minnkaði muninn í 76-69 áður en leikhlutanum lauk. Haukar héldu síðan um tíu stiga forustu í gegnum leikhlutann.

Matej Karlovic varð stigahæstur hjá Hetti með 25 stig en Tim Guers skoraði 24. Liðið leikur sinn fyrsta heimaleik móti Njarðvík á fimmtudagskvöld.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.