Körfuknattleikspiltar úr Hetti eygja landsliðssæti

Tveir félagar úr körfuknattleiksdeild Hattar á Egilsstöðum eygja möguleika á að komast í yngri landsliðshópa Íslands en lokaúrtökuæfingar í því skyni fara fram um næstu helgi.

Þetta eru þeir Óskar Ernir Guðmundsson og Róbert Þorri Viggósson sem lengi hafa lagt stund á körfuknattleik þó ungir séu að árum. Báðir látið að sér kveða svo eftir hefur verið tekið sem útskýrir að þeir séu valdir í úrtökuhópa fyrir yngri landsliðin. Báðir hafa þegar komist gegnum fyrra nálarauga af tveimur þegar þeir æfðu með öðrum efnilegu körfuknattleiksfólki af öllu landinu í desembermánuði og nái þeir að vekja næga athygli um næstu helgi munu báðir þátt í æfingum og leikjum með U15 og U16 ára landsliðum Íslands á árinu.

Í samtalið við Austurfrétt viðurkenna þeir vafningalaust að draumurinn sé að komast í landsliðshópana og báðir hafa haft það sem sérstakt markmið síðustu árin. Róbert Þorri er að láta reyna á drauminn annað árið í röð en í fyrra komst hann í U15 úrtökuhópinn en náði þó ekki alla leið. Nú, ári síðar, er U16 hópurinn markmiðið meðan Óskar Ernir reynir sig við sína jafnaldra í U15 hópnum.

Æfingabúðirnar hefjast á föstudaginn kemur og standa í þrjá daga fram á sunnudag og í kjölfarið munu landsliðsþjálfarar skera úr um hver klæðist landsliðstreyju og hver ekki það sem eftir lifir árs.

Framundan ein stærsta áskorun körfuknattleikspiltanna Óskars Ernis (efri mynd til vinstri) og Róberts Þorra (neðri mynd) úr Hetti en eftir rúma viku verður ljóst hvort Austurland mun eiga tvo pilta í yngri körfuknattleikslandsliðunum. Samsett mynd

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.