Körfuknattleikur: Brynja Líf í öðru sæti með U-16 á NM

Brynja Líf Júlíusdóttir úr Hetti var í íslenska landsliðinu sem um síðustu helgi lenti í öðru sæti á Norðurlandamóti U-16 ára sem haldið var í Kisakallio í Finnlandi.

Fyrstu úrslit mótsins voru gleðileg fyrir íslenska þjóðarsál þar sem stelpurnar rótburstuðu Norðmenn 90-24 og svo Dani 75-33. Síðan vann liðið Eistaland 80-70, tapaði fyrir Finnum 52-94 en vann Svía í lokaleik 69-58.

Brynja Líf spilaði þrjá leiki, gegn Finnlandi, Noregi og Danmörku. Hún lék að meðaltali um tíu mínútur í hverjum þeirra, setti niður þriggja stiga körfu gegn Noregi en skoraði tvö stig í hvorum hinna.

Sína bestu frammistöðu átti hún gegn Noregi, fékk þar sjö framlagsstig þar sem hvað mestu munaði um sex fráköst.

Heimaliðið, Finnland, vann mótið.

Brynja Líf þriðja frá hægri í fremri röð í treyju nr. 7. Mynd: Körfuknattleikssamband Íslands

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar