Krakkar frá fimm félögum spreyttu sig á Meistaramóti UÍA

meistaramot_uia1.jpgMeistaramót UÍA í frjálsum íþróttum fyrir 10 ára og yngri fór fram laugardaginn 5. febrúar í íþróttahúsinu á Fáskrúðsfirði.

Þar mættu til leiks um 35 krakkar frá fimm félögum og spreyttu sig í langstökki án atrennu, spretthlaupi, boltakasti og þrautabraut.

Framkvæmd mótsins gekk afar vel enda nóg af vinnufúsum höndum í hópi foreldra. Á mótinu sveif hinn sanni ungmennafélagsandi yfir vötnum og árangur ekki síður mældur í brosum en sekúndum og sentimetrum. Allir fengu viðurkenningarpening fyrir frammistöðu sína og tóku börnin stolt og sæl á svip við þeim.

Myndir Hildur Bergsdóttir meistaramot_uia2.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.