Körfubolti: Öruggur sigur Hattar á ÍG

hottur_ig_nov11_nokkvijarl.jpgHöttur vann ÍG úr Grindavík 105-96 í fyrstu deild karla í körfuknattleik þegar liðin mættust á Egilsstöðum á fimmtudag. Hattarliðið var með undirtökin allan leikinn og er komið í þriðja sæti deildarinnar.

 

Það var búist við hörkuleik þegar ÍG menn sóttu Hattarmenn heim enda liðin jöfn með 8 stig í 3-4 sæti í deildinni. Fyrsti leikhluti var frekar jafn og voru liðin nokkurn vegin samferða upp stigatöfluna og var staðan eftir hann 19-17 Hattarmönnum í vil.

Hattar strákarnir mætu mun sterkari til leiks í öðrum leikhluta og voru 43-27 yfir í hálfleik. Eftir það var aldrei leikurinn aldrei í hættu. Hattarmenn héldu uppteknum hætti í  og héldu í seinni hálfleik uppskáru að lokum sigur 105-96.

Mike Sloan heldur áfram að fara á kostum og var hann bæði stigahæstur auk þess að eiga flestar stoðsendingar (31 stig og 9 stoðsendingar)

Viðar Örn Hafsteinsson, hinn spilandi þjálfari Hattar, var að vonum ánægður eftir leik. „Það er komið sjálfstraust í liðið. Við spilum sterkan varnarleik sem sigurinn að velgenginni,“ en liðið hefur unnið fimm af fyrstu sex leikjunum.

„Við megum samt ekki gleyma okkur. Við vitum að við fáum ekkert gefins og verðum að halda áfram að vinna fyrir hlutunum.“

Höttur tekur um næstu helgi á móti KFÍ, sem er efst og ósigrað eftir sjö leiki. Leikið verður bæði laugardag og sunnudag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.