Kvennahlaupið á besta degi sumarsins

kvennahl1_web.jpg

Hundruðir kvenna um allt Austurland tóku þátt í kvennahlaupinu sem fram fór á laugardag. Sólin skein á hlýjasta degi sumarsins, eiginlega þeim eina til þessa en mörgum þykir þægilegra að hlaupa í svalara loftslagi.

 

Yfir 100 konur tóku þátt í hlaupinu á Egilsstöðum. Skipuleggjendur þar, úr frjálsíþróttadeild Hattar, segja hlaupið hafa gengið vel. Fjöldi hljóp einnig á Norðfirði og fleiri stöðum.

Á Seyðisfirði er jafnan lengsta hlaupið en í boði er 20 km leið út með firðinum.



Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar