Kvennalið Þróttar leikur til úrslita um bikarinn

blak_throttur_hk_bikar_0314_web.jpg
Kvennalið Þróttar Neskaupstað mætir HK í úrslitum bikarkeppninnar í blaki á morgun. Karlaliðið féll á móti úr leik í undanúrslitum gegn Stjörnunni.

Kvennaliðið mætti ríkjandi bikarmeisturum í Aftureldingu í undanúrslitum en liðin áttust við í úrslitaleiknum í fyrra.
 
Þróttur vann fyrstu hrinuna 25-21 en Afturelding aðra hrinu 18-25. Þróttur kláraði hins vegar síðustu hrinurnar tvær, 25-16 og 25-20 og leikinn þar með 3-1. 

Stigahæst í liði Þróttar Nes var Lauren Laquerre með 23 stig og Hulda Elma Eysteinsdóttir gerði 20 stig. Í liði Aftureldingar var Auður Anna Jónsdóttir stigahæst með 19 stig.

Karlaliðið féll hins vegar úr leik gegn Stjörnunni 1-3. Stjarnan vann fyrstu hrinu eftir mikla baráttu 23-25 og aðra hrinu 17-25. Þróttur svaraði fyrir sig í þriðju hrinu með 25-22 sigri en Stjarnan innsiglaði sigurinn í þeirri þriðju, 25-17.

Stigahæstu leikmenn í leiknum voru Kristófer Ólason Proppé með 16 stig og Róbert Karl Hlöðversson með 15 stig í liði Stjörnunnar. Í liði Þróttar Nes var Valgeir Valgeirsson stigahæstur með 19 stig en Matthías Haraldsson og Hlöðver Hlöðversson gerðu 11 stig hvor. 

Úrslitaleikurinn verður klukkan 15:00 en andstæðingur Þróttar verður HK sem vann Stjörnuna 3-1 í hinum úrslitaleiknum. Leikurinn verður í sýndur í beinni útsendingu RÚV. Norðfirðingar ætla að safnast fyrir í heimabyggð á Pizzafirði þar sem sérstakt blaktilboð verður í gangi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar